Þeir segja víst að kreppan verði tími afreka á sviði andans. Þessi orðrómur af götunni var staðfestur í lesbók Morgunblaðsins um helgina. Nú getum við bara setið með hendur í skauti og beðið. Meistaraverkin munu von bráðar hrúgast inn, því svo mælir söguleg efnishyggja. Úr öskustónni mun alltaf rísa nýr fönix.
En fyrst þarf að ganga af krúttkynslóðinni dauðri. Hún var afsprengi góðæris sem fæddist í borg Davíðs og nú er hennar tími búinn.
óskapleg sjálfhverfa er þetta að þurfa sífellt að vera að horfa í spegill í stæsta (eina) dagblaði þjóðarinnar og spyrja sjálfan sig "Hver er ég" Horfa svo í augun á næsta manni í röðinni á klósettið á barnum og spyrja "Hver ert þá þú?" Ég held að það þurfi leita aðeins dýpra og annað en í yfirborðið á eigin veruleika ef ætlunin er að skapa þúsund ára ríki andlegrar útópíu á Íslandi, úr því að draumurinn um bakna útópíuna og ríkasta land í heimi (sbr, titill á einni af bókum Hannesar H.Gissurarsonar) fuðraði upp í innistæðulausum millifærslum.
Ég hef alltaf haft horn í síðu samtíðarfólks míns fyrir hina óskaplegu þrá til að skapa sér eigin kynslóð, kúltúr og menningarkima til að tilheyra. Kúltúrinn hefur í rauninni aldrei þrifist nema á pappírnum og þá í þeirra eigin skrifum um sjálft sig og bloggin hjá vinum sínum. Þau munu líklega halda áfram að elta sitt eigið skott þar til þeim sortnar fyrir augun á Kaffibarnum. Síðan má jú alltaf vona að einhver ranki við sér, finni sér annan bar og haldi partýinu gangandi.
3 Ummæli:
Sástu ekki Kastljósið í gær? Þar sýndi Guðmundur Oddur fram á að engin kynslóð frá því fyrir seinna stríð sé í raun betur undir kreppuna búin en einmitt krúttkynslóðin.
ég hjarta bloggið þitt!
Krúttkynslóðin er einmitt vægt og innistæðulaust heiti (sem mikill meirihluti neitar aðild að), þar sem enga sérstöðu má greina aðra en mjög fyrirsjáanlega, línulega aukningu á ómeðvitaðri (vanþakklátri) neyslu.
Birtingarmynd slíks skorts á hugmyndafræðilegri/listrænni/vitsmunalegri/pólitískri samstöðu getur, á dekkri veginn, verið doði, skeytingar- og getuleysi. Aftur á móti má líka sjá í því sjálfstæði og blessunarlega varkára gúdderingu "stórra hugmynda".
Listlega séð merkir það kannski ástríðuminni, óljósari verk (engir gnæfandi einkennissnillingar í endurliti), en fjölbreyttnin og framlagið verður í meira mæli (og alls ekki allt galið).
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim