Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, september 22, 2008

Hanna, Gústaf og Ike

Það er reimt í herberginu mínu. Um daginn fór ég að heyra undarlegt hátíðnisuð í einu horninu. Ég kannaðist við hljóðið og eftir að hafa leitað vandlega í öllum hljóðskrám í hausnum á mér komst ég að því að hátíðnisuðið í S-A horni kjallarans er ekki ósvipað því hvernig hvín í háspennulínum í roki. Samfara þessu hafa raftæki í kjallaranum farið að hegða sér undarlega. Síminn minn gat ekki ákveðið sig hvort hann væri hlaðinn eða ekki og sendi frá sér hver skilaboðin á fætur öðru um að hann væri annaðhvort galtómur eða fullhlaðin. I-podin minn kveikti skyndilega á sér og spilaði fyrir mig skadinavíska popptónlist og svona mætti lengi telja. Allar þessar uppákomur eiga sér stað á meðan hvín og syngur í S-A horninu.

Til að bæta gráu ofan á svart er ég farin að sofa verr en ellegar. Ég er þeirri náðargáfu gædd að sofna yfirleitt um leið og ég legg höfuð á kodda, en undanfarið hef ég legið og starað uppí loftið klukkutímum saman áður en ég festi svefn. Draumalandið er mun blóðugra en venjulega og um daginn vaknaði ég við eigið óp. Botninn tók svo út þegar mér fannst ég finna fyrir einhverjum við hliðinna á mér í rúminu og skildi ekkert í afhverju mamma eða einhver annar fjölskyldu meðlimur sævi í rúminu mínu. Tilfinningin var svo sterk og greinileg að mér fannst ég finna fyrir allri snertingu og heyra andardrátt. Þegar ég snéri mér við til að athuga hver þetta væri, var þar auðvitað ekki neinn. Þá rak ég upp vein.

Á síðustu viku hef ég sem sagt orðið svo bylt við í eigin kjallara að ég hef rekið upp samtals 2 vein og þrisvarsinnum hef ég staðið á öndinni.
Ég nenni samt ekki að verða móðursjúk og ég kenni rokinu undanfarna daga um þetta allt.

Í kvöld ætla ég að horfa á myndir sem ég er búin að ætla að horfa á lengi, shooting fish, story telling og persona. Ég á allt eins von á því að sogast inní sjónvarpið, eins og í Poltergeist og verða ærsladraugur. Ég tilkynni hér með, að ef svo verður mun ég ásækja ykkur öll....

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Yaaarrrrrrrrrrr!

11:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Það er ekkert verra að hafa "húsgesti". Hjá okkur er "Sá Pólski" að ásækja okkur reglulega. Mér finnst það eiginlega bara notalegt:)

11:59 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim