Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, október 13, 2008

Heimsósómi á mánudegi V

Heimsósómi vikunar á sér rætur í helginni. Einhverntíman meðan ég svaf úr mér föstudagsnóttina tókst mér að brjóta gleraugun mín. Líklegasta skýringin er sú að þau hafi einfaldlega dottið á gólfið af náttborðinu, enda er ég oft með óttalegt handapat í svefni. Þegar ég vaknaði um morguninn og fálmaði eftir gleraugun fann ég þau í tvennu lagi á gólfinu, brotin snyrtilega í tvent við spöngina sem heldur þeim saman yfir nefinu. Eftir að hafa hnýtt saman nokkur blótsyrði ákvað ég að reyna að lámarka skaðan (stef sem nú er mikið í tísku), vafði heftiplástri utanum þau, skellti á nefið og viti menn, þau tolla bara þokkalega.

Ég kenni þeim samt um að ég labbaði á einstefnuskilti við Vesturgötuna síðar um daginn.

Foreldar mínir bregða sér vanalega í sveitina á haustinn til að gera bjúgu, fá innmat, slög og búa til hakk. Hagsýn húsmæðrastefna og frystikistubúskapur er nefnilega engin kreppu nýlunda á mínu heimili. Einhverra hluta vegna hefur það æxlast þannig að ég geri ávalt einhvern óskunda akkúrat þessa helgi.
Þegar ég var 16 hélt ég úthverfa partý af stærri gerðinni sem endaði með brotinni rúðu og brotnum handlegg á sjálfri mér
Árið eftir fékk ég mér gat í tunguna
Árið þar á eftir fékk ég mér ennþá fleiri göt sem voru misvel af gataranum gerð og mútter þurfti að skutla mér upp slysó á sunnudagskvöld með heiftarlega sýkingu.
..og svo mætti telja fram til tvítugs, þá fór ég að geta lifað mínu lífi í þokkalegri fjarlægð frá vökulu (og stundum allt af því skyggnu) auga móður minnar.

Móðir var ekki par ánægð með útganginn á dóttur sinni þegar hún kom heim með dauðar rollur í skottinu. Heftiplástruðu gleraugum fóru all svakalega fyrir brjóstið á henni, enda fannst henni þau minna sig á gamla karlfauska í sveitinni sem áttu ekki pening fyrir gleraugnaviðgerðum og slíka ímynd vill hún ekki að dóttir sín beri.
Ég benti henni pent á að ég væri einmitt í sömu stöðu og gömlu karlfauskarnir, ætti ekki pening fyrir gleraugnaviðgerð og yrði því að vera heftiplástruð á nefinu fram yfir mánaðarmót.
Þrautalendingin var sú að ég mun bera linsur á mannamótum og önnur tækifæri, en karlfauskalúkkið fær að blífa við hefðbundin störf á Þjóðarbókhlöðunni. Hvar annarstaðar gæti það svo sem gengið upp að líta út eins og karlfauskur.

5 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Ertu búin að tjékka á heimilistryggingunni?

6:41 e.h.  
Blogger Unknown sagði...

Það var nú gott partí, þarna um árið!

9:45 e.h.  
Blogger Erla Elíasdóttir sagði...

einmitt það sem ég var að hugsa, þetta partí mun lengi í minnum haft. trúi samt tæplega að sé svona langt síðan!

10:08 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já, eitt af fáum partíum sem ég man eftir að hafa skemmt mér í. Það var víst líka ég sem bar helst ábyrgðina á barnaolíunni í stiganum, sem olli því þú rannst og braust þig... Sorrí með mig.

4:07 e.h.  
Blogger Unknown sagði...

Hahaha ég man að þú varst lengi hræddur við Hafdísi eftir þetta atvik :D

12:27 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim