Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

fimmtudagur, desember 04, 2003

Einu sinni þegar mér leiddist hrikalega tók ég uppá því að endurskíra alla hluti og öll forrit í heimilistölvunni uppá nýtt á íslensku, öðrum fjölskyldumeðlimum til mikillar gleði. Nú er komin ný heimilistalva og mér fannst uppálagt að endurtaka leikinn. Hér eru nokkur dæmi um þýðingar mínar.

Microsoft Windows = örmjúkir gluggar
Date manager = stefnumóta skipuleggjari
Microsoft word = örmjúkt orð
Outlokk express = fjótlegt útlit
Microsoft PowerPoint = Örmjúkur krafta puntkur
Internet explorer = Alnets könnuður

Er nokkur furða á að þeir hafi gefist upp á að búa til íslenska útgáfu af Örmjúkum gluggum?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim