Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

laugardagur, desember 06, 2003

Nú er bloggið mitt orðið fullra viku gamalt. Enn hefur mér ekki tekist að leysa leyndardóminn um horfnu kökurnar úr krúsinni en ég er komin á sporið, en núna er það önnur krús sem veldur mér hugarangri. Nánartiltekið jólasmákökukrús heimilisins. Í gær þegar ég ætlaÃði að laumast í­ tréða krús að sækja mér par af rúsí­nukökum með efnafræðinni, var slegið á hendur mér og ég fékk að heyra sömu gömlu tugguna um að þetta ætti nú að endast til jóla, ég hefði ekki gott af þessu og afhverju ég fengi mér ekki epli í­ staðin (eins og það jafnist á við rúsínukökur) Kökulaus og allslaus hélt ég svo áfram að læra og horfði stúrin á kökukrúsina í hillingum.
Ég var farin að sjá fram á kökulausa aðventu en tók svo skyndilega gleði mí­na á ný þegar ég sá hvar mamma gerði sig lí­klega til að taka niður kökukrúsina forboðnu og hafa með kaffinu. Með gleði í­ hjarta og vatn í­ munninum skundaði ég á æfingu og hélt í barnslegri einlægni minni að mín biðu kökur þegar ég kæmi heim. Þegar heim var komið sá ég hvar hópur skyldmenna sat í hægðum sínum við stofuborðið og láu á beit í kökukrúsini. Verst voru þó tvö lítil skrímsli sem tilheyrðu skyldmennahópnum. Þau sátu með snoppuna oní krúsinni laungu eftir að þeir fullorðnu hættu. Mamma brosi og strauk þeim blíðlega um höfuðið og sagði þeim að endilega fá sér meira, þeir væru nú að stækka. Á meðan brostnuðu vonir mínar um kökur og mig langaði helst að strjúka glókollunum um höfuðið með exi.
Nú eru kökurnar búnar og ekki væntanlegar aftur í bráð.
Þó mér hafi ekki enn tekist að leysa leyndardóminn um stolnu kökurnar úr alheimskrúsinni, veit ég nákvæmlega hver stóð að þjófnaðnum hér heima.


P.s. Annar glókollurinn gleymdi sér alveg við að telja verðlaunapeningana mína eftir að kökurnar klá¡ruðust. Hann taldi sem sagt 281 verðlaunapeinga en honum fannst þeri ljótir því að þetta voru ekki allt gullpeningar. Vanþakkláta gerpitrýni.......

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim