Ég held ég sé á góðri leið með að lesa yfir mig. Ég er að velta því fyrir mér að af-læra stafrófið og segja mig úr skóla sökum ólæsis. Það hlýtur að vera til menntunar en endalaus bókalestur. Verkleg sagnfræði e.t.v?
Ég var búin að lofa sjálfri mér og öðrum að endurreisa bloggið mitt, en einhverra hluta vegna hefur það farið forgörðum. Sjálfsagt vegna eigin leti og ómennsku. Að sjálfsögðu vel ég tíman til að endurblogga þegar ég ætti að vera að gera allt annað. Mín bíða skruddur í mörgum hillukílómetrum sem bíða þess að verða lestnar upp til agna. Þetta er að sjálfsögðu gamla góða prófheilkennið, þegar maður á að vera að læra undir próf en fær skyndilega gífurlega löngun til að taka til í herberginu sínu, baka köku, viðra hundinn eða eitthvað þaðan af verra.
4 Ummæli:
Ég sit og læt mig dreyma um Dr. Mengele... Ég held ég sé endanlega búin að missa það litla vit sem ég var með í kollinum!!! Hjálp bækurnar ofsækja mig og ég get ekki slappað af.
Vá, hvað þú átt erfitt guðrún mín.
Nei nei.. bara tapaði mér alveg í gær. Er löngu búin að sætta mig við bresti mína. Í dag er ég bara nokkuð sátt sko... Hætt að hugsa um Mengele og farin að hugsa um Speer.. Hann var bara nokkuð myndarlegur og kannski ekki jafn vondur er það nokkuð?
Sko, þú mátt ekki láta þá ímynd sem var sköpuð af Speer í Der Úntergang rugla þig í rýminu.
Hann var alveg jafn vondur og hinir.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim