Hvar bjó ég??
Vísir.is segir frá vaxandi spennu milli glæpagengja í Kaupmannahöfn í dag. Samkvæmt fréttini eru fimm til sex glæpagengi farin í hár saman og skjóta hvort á annað þegar tækifæri gefst. Meðal þeirra glæpagengja sem talin eru upp í fréttinni er ,,hin alræmda Blågårds-plads klíka". Í minni Kaupmannarhafnartíð hékk ég mikið á Blågårds-plads. Það er rólegt og kósí torg inní Norðurbrú og þar var m.a nepalskur veitingastaður sem seldi hræ ódýran mat. Ég átti drykkuvini sem bjuggu í hálfgerðri kommúnu þarna rétt hjá og eyddi ófáum kvöldum þar. Síðan hjólaði ég heim, yfir áðurnefnd Blágardspláss og stundum settist ég þar niður og fékk mér eina sígó og valdi playlista á i-podinum mínum áður en ég hjólaði mína 5 kílómetra í úthverfið mitt. Aldrei man ég eftir að hafa orðið vör við glæpastarfsemi þar, eða bara í Kaupmannahöfn yfirhöfuð. Að vísu varð ég líkja mjög hissa þegar ég las í Metro einn morgun að maður hefði verið afhöfðaður á Gammel Kongvej, sem var hjólaleiðin mín, nokkrum mínútum eftir að ég hjólaði þar fram hjá.
Ég held að þessi saga sanni það sem mig hefir svo sem lengi grunað. Ég er fáránlega blind á mitt nánasta umhverfi og er líklega ekki fær um að meta aðstæður rétt. Samt sem áður er ég viss um að það sé einmitt þetta ingnorance sem reddi mér alltaf fyrir horn. Á öllum mínum þvælingi um dimmar borgir seint um nótt hef ég aldrei lent í neinu böggi og það hefur aldrei hvarlað að mér að ég væri ekki örugg. (7-9-13)
Foreldrar mínir spyrja mig reglulega um hvort ég sé ekki alltaf að verða vitni af hærðilega ofbeldinu í 101 Rvík sem þau lesa um í blöðunum á mánudögum. Nei, segi ég, af fullri hreinskilni. Á öllum mínum bar nóttum í bæjnum held ég að ég hafi séð innan við 5 slagsmál. Þetta segir líka kannski sitt hvað um þá staði sem ég sæki og þá staði sem ég sæki ekki.
Ég veit að þetta er brothætt heimsmynd sem á líklega eftir að splundrast fyrr eða síðar, en þangað til; ingnorance is blizz!
4 Ummæli:
Ég las lokasetninguna fyrst sem ignorance er Ibiza.
Ignorance is blitz!
Ég hef búið í Þingholtunum hálfa æfina og hef aldrei orðið vitni að slagsmálum, þótt ég hafi ítrekað gengið gegnum miðbæinn að næturþeli. Reyndar réðust eitt sinn að mér tveir slordónar, ég held að þeir hafi verið viðskiptafræðingar. Annar þeirra hafði mig undir og lamdi hausnum á mér ítrekað í Lækjargötuna, en sem betur fer er hann úr beini í gegn.
haa, Blågårdspladsið okkar góða! Ég játa mig sömuleiðis staurblinda á þessa gengjavæðingu... hvað er annars að frétta úr 101? nokkur svefnfriður fyrir gengjaskotbardögum og fermingarbarnalímsniffingum?
kv. 710 Seyðisfjörður
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim