Hóflegt og látlaust.
Óskarsverðlaunahátíðin í ár var víst hógvær og látlaus, sögðu fjölmiðlarnir. Sökum yfirstandandi efnahagsþrenginga ákvað akademían sem og hollívúdd jet-setið að sýna lit með því að sýna minni lit en venjulega. Rauði dregilinn var syttur um nokkra metra og aðeins dumbrauðari en venjulega, kjólarnir voru svartir og "yfirbragðið hið látlausasta" svo ég vitni í einn vef-miðilinn.
Síðasta látlausa óskarsverðlaunahátíð var að mig minnir 2003 eða 2004, þegar Íraksstríðið var í hámæli. Þá þótti við hæfi að vera hógvær framkomu og látlaus í klæðaburði til að minnast þeirra sem féllu í stríðinu. Það fór svo eftir pólitískum smekk hvers og eins hverra megin samúð þeirra lá. En það er önnur saga.
Ætli þeim í kvikmyndaakademíuni hafi aldrei dottið í hug að taka hógværðina og látleysið alla leið og láta steypa kvennstyttur úr bronsi til að afhenta á annus horribilis hátíðum?
1 Ummæli:
Það er mikið að hér heyrist múkk!!!! Skype og rauðvín fljótlega? Verð komin í eigin húsnæði á morgun! :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim