Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, september 25, 2011

Enn og aftur endurreisn...

Ég byrjaði að blogga árið 2003. Þetta var fyrir tíma fésbókar, twitter, mæspeis og hvað þetta heitir nú allt og flest rafræn samskipti fóru fram í gegnum ímeil. Ég man að á þeim tíma spruttu blogg eins og gorkúlur útum allt net og flestir sem þekkti blogguðu. Mis mikið og mis lengi þó. Ég sá alltaf svolítið eftir blogg æðinu eftir að fésbókin tók við sem alsherjar samskiptamógúll, þar sem mér þóttu bloggin í raun mun skemmtilegri, þótt að þau væri færri og ekki uppfærð jafn oft. En Fésbókin tók yfir hægt og rólega með sínu gríðar mikla flæði af upplýsingum og fréttaveitu.

Ég hef tekið mér margar og langar bloggpásur, en hef í raun aldrei gefið bloggið upp á bátin og mér dytti ekki í hug að eyða því þrátt fyrir að sum vitleysan frá því að ég var 18 ára væri líklegast best gleymd. Samfara blogg pásunum liggur í hlutarins eðli að þeim fylgi endurvakning og nú er komið að einni slíkri...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim