Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

þriðjudagur, október 28, 2008

Kreppuhjalið er orðið svo yfirgnæfandi að það er búið að grafa sig varanlega inní heilabörkinn á mér. Í nótt dreymdi mig að ég væri fundarritari á inngöngufundi Íslands í Evrópubandalagið. Draumnum lauk með því að ég reiddist einum stjórnmálamanni svo mikið að ég sleit upp lyklaborðið og lamdi hann í hausinn.
Ég var grautfúl þegar ég vaknaði, því venjulega tekst mér að flýja raunveruleikan í draumheimum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim