Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

fimmtudagur, desember 18, 2003

Vondir vondukallar.

Sumar bækur les maður aftur og aftur og hefur alltaf jafn gaman af. Bróðir minn ljónshjarta (e.Astrit Lindgern) er ein af þessum bókum sem ég les a.m.k einu sinni á ári, sem gerir það að verkum að ég er orðin svo fjót að renna í gegnum hana að ég kláraði hana á 20 min í gær, en naut hennar alveg jafn mikið og venjulega. þetta er svona eins og munurinn á bjór og vodka skoti, maður er fjótari með skotið en bjórin en eftir á að hyggja eru áhrifin þau sömu. Allavega, þrátt fyrir að kunna söguþráðin utan af fynnst mér einræðisherrann Þegngill alltaf vera að slá ný og ný met í illmennsku sinni og þá fór ég að leiða hugan af verstu vonduköllum í­ bókum og myndum.
hér er top 10 listi yfir vonda vondukalla.

1.Þengill í bróðir minn Ljónshjarta. Maðurinn drepur saklausa borgara á götum úti og á hrikalega stóran og ljótan dreka sem heitir Katla. ákaflega ógnvekjandi.
2. Svarthöfði: já ég veit, hann varð sÃíðan góður í­ endan, en að sprengja heila plánetu..... það er nú full gróft.
3. Morrinn: Ég hljóp alltaf inní­ herbergi þegar morrinn kom í múmí­nálfunum. Lengi vel gat ég ekki sætt mig við karlmannsnafni Orri því­ mér fannst þaþ svo augljóslega tengt við morrann. ég er sem betur fer komin yfir Orra-fóbí­nuna en á langt í­ land með morra-fóbíuna.
4. Hattífattarnir: Fyrst minnst er á múmí­nálfana þár ekki hægt að sniðganga Hattífattana. Þesssi ógeðslegu hví­tu krí­p sem sögðu aldrei neitt, heldur birtust bara uppúr þurru.
5. Sauruman. okei, Sauron er the ultimate vondi kall, en mér fynnst Sauruman eiginlega verri því­ hann sveik málstaðinn og gekk til liðs við óvininn.
6.Dolores Umbrigde, fyrir þá sem lesið hafa 5 harry potter bókina vita að þessi kvennvargur er ein leiðinlegasta og illgjarnasta persóna bókmenntanna.
7.Bill Sakes í­ Oliver Twist. Hann drap Nancy........algerlega ófyrirgefanlegt.
8. Skari í Lion King. Allir sem muna eftir atriðinu sem hann drap Múfasa og kenndi Simba um geta verið sannmála mér að hann eigi fullt erindi inná listann.
9.Vonda stjúpan. Sama hvort það er Hans og Gréta, öskubuska, H.C Andersen, Grimmsbræður eða Ástu-Signý-Helgu ævintýri þá er vonda stjúpan alltaf innan seilingar tilbúin að gera veröldina óbærilega fyrir vesalings söguhetjuna. Stjúpmæður um allan heim hafa örugglega þurft að mæta fordómum vegna þessa orðspors sem fer af þeim í­ ævintýrunum, að ég tali nú ekki um blómategundina.
10.Úlfurinn: sem át grí­sina 3, ömmu rauðhettu og piparkökukarlinn. ég vona að hann fái niðurgang af þeim.

Ábendingar upp uppfærslu á þessum lista eru vel þegnar........

p.s Hverjir í­ dauðaum eru dilli dillirófa og sæmundur svellkaldi sem eru að fara hamförum um kommenta kerfið hennar dí­su?


0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim