Bréf til Kötu.....
Þegar þú tókst þá meðvituðu ákvörðun að slaufa árshátíðinni fyrir fjalla...blabla eitthvað þá ákvað ég að vera augu þín og eyru fyrir austan. Hér gef ég þér skýrslu mína samkvæmt minni bestu samvizku. Þó svo að þú varst ekki með okkur í efni þá varstu það í anda......
Morgunpartýið var svona eins og morgunpartý eru flest, kósí og þægilegt. Sem var ágætt því svo þurftum við að bíða örugglega í hálftíma útí grenjandi rigningu eftir að rútuandkotinn kæmi og það var allt annað en þægilegt og kósí. En áfram skröltir hann þó eins og Ómar söng forðum daga og að lokum vorum við komin til Mekka fm-hnakkanna, Selfoss. Þá tók við skemmtilegur innanskólamórall þegar allir reyndu að troða sér í móttökuna í einu til að krækja í bestu herbergin. Skemmtilegir frasar eins og "Fjórði bekkur gengur fyrir, drullaðu þér aftar í röðina", "Helvítis náttúrufræði bekkirnir eru svo frekir" eða "tussurnar úr T-bekknum eru að riðjast, hrindum þeim" flugu um móttökuna en allt fór þó vel að lokum og allir voru þokkalega sáttir við herbergjaskipan.
Síðan var sest niður og slappað af með bjór í annarri og bjór í hinni. Fallegu, fallegu Ingibjargar bolirnir voru komnir úr prentun og runnu út eins og heitar lummur.
En það er höggormur í hverri paradís og í þessari ferð var það hin ógurlega selfoss gæsla sem var að gera okkur lífið leitt. Fyrsta reglan var sú að drykkja væri bönnuð á göngunum, þessari reglu var fylgt eftir af harðfylgni og það voru ófáar bjórdósirnar sem djöfullega gæslan helltu úr fyrir framan nefið á spældum kvennskælingum. Önnur reglan var sú að bannað væri að hafa opið fram á gang. Það var einn vörður í fullu starfi við það eitt að loka herbergisdyrum (sem ég samvizkusamlega opnaði alltaf aftur, þú veist hvað mér er illa við valdhafa..)
en allavega, maturinn var nú eins og hann alltaf er, leiðinlegt hlé á drykkjunni og var borðhaldið óvenjulega langt í ár. Ég var samt með vaðið fyrir neðan mig og smyglaði bjór inn.
Eftir matin fóru litlu 1 og 2 bekkingarnir á diskótek á meðan við fullorðna fólkið fórum uppá herbergi og helltum okkur full. Einhverntíman á þessum tímapunkti fer minnið að svíkja mig og restin af kvöldinu er svoldið þokukend. Hér eftir verður bréfið því ekki í samfelldu máli.
....Elínu tóks að klára kippu, (ég aðstoðaði hana þó við síðasta bjórinn)
....Stuðmenn voru æðislegir á ballinu og ég henti brjóstahaldaranum (spenastatífinu) mínum í Egil Ólafsson.
....Það var samt ekkert kúl því 5 mín seinna henti einhver g-streng í hann, hvernig á maður að toppa það??
....Ég hnakkreifst við Sollu(þessi sem sagði að busaagulýsingin væri ljót) um tilgang lífsins. Samtalið var ótrúlega súrt og ég naut þess hvað hún tók þessu ótrúlega persónulega, enda hélt ég á tímapuntki að hún ætlaði að hjóla í mig.
....Það var hoppað á bakinu á mér.
.....Fjóla varð ofurölvi
.....og týndist
....fannst samt aftur um hádegið þegar ég var í örvæntingu minni búin að gera leitarflokk út af örkinni.
Heimferðin einkenndist af því að sjá rúmið sitt í hillingum en þó var tími fyrir einn sveittan hamborgara og franskar á bsí svona til að setja punktinn yfir i-ið á annars góðri ferð.
Þetta er samt aðeins grófur útdráttur, öllum subbu-sora sögum er sleppt til að vernda viðkvæmar sálir. Allt sem samviska mín leyfði mér ekki að birta hér, segi ég þér í skólanum á mánudaginn.
Þín Hafdís Erla
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim