Rut Reginalds.
Ég kynntist Rut Reginalds fyrst í sumar þegar ég var stödd á Akureyri í cosmopollitanferð okkar vinkvennana. Kvöld eitt stakk ég af og kíkti á græna hattin þar sem áðurnefnd rut var að troða upp. Skemmst er frá þvi að segja að ég staldraði stutt á Græna hattinum enda var Rut arfaleiðinlegur skemmtikraftur. Næst láu leiðir okkar Rutar saman í ágúst þegar hún kom inná kontór til mín og vildi að ég gæfi út bókina hennar. Þar sem ég er nú annáluð smekkmanneskja á bókmenntir sagði ég pent nei og ráðlagði henni að troða handritinu uppí *****. Þó að ég hafi hafnað bókinni náði hún að táldraga aðra bóka útgefendur og á endanum kom bókin út. Bókin sem var uppfull af væli og sjálfsvorkun einkar seldist vel meðal bitra einstæðra mæðra en ekki er vitað til þess nokkur af öðrum þjóðfélagshópum hafi lesið hana. Eftir útkomu bókarinnar fóru Rut og móðir hennar að hnútakastast í blöðunum og brigslyrðin gengu á víxl sýnkt og heilagt. Rut sagði móður sína hafa stolið frá sér en móðinrin sagði Rut vera krónískan lygara. Efir útgáfu bókarinnar hrakaði útliti Rutar stöðugt þar til einum snyrtifræðingi og dagsrárstjóra stöðvar tvö fannst nóg komið. Af einskærri góðmennsku buðu þau Rut lýtaaðgerð í beinni, þar sem strekkja átti á rétt rúmlega þrítugri manneskjunni, sjúga burt fitu og pumpa upp júgrin. Skömmu eftir þetta segirst móðir Rutar (sú sama og var að böggast útí hana í blöðunum) einnig ætla í lýtaaðgerð í beinni, geinilegt að öll blaðaskrifin og bókaskandallinn hafði greinilega farið illa með útlitið á henni líka.
Þetta er sjúkt, mjög sjúkt..........
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim