Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, janúar 26, 2004

Í nótt vaknaði ég upp með mesta varaþurrk í manna minnum. Rakastigið á andlitinu á mér var eins og í Sahara á góðum degi. Í myrkrinu fálmaði ég gleraunalaus og allslaus eftir varasalvanum sem ég geymi á náttborðinu til að sjá við slíkum aðstæðum. Ég greip í labelo varasalvan og grunlaus smurði ég svo sem eins og einni umferð á smettið á mér. Þetta var ekki minn hjartfólgni varasalvi, þetta var límstifti. Nú gæti einhver haldið (og vonað) að ég hefði í gáleysi mínu límt saman á mér trantinn, ég slapp sem betur fer við það. Aftur á móti þurfti ég að flysja helminginn af vörum mínum til að ná af fjandans líminu.
Varavesenið í nótt olli því að ég var drullu syfjuð og óútsofin í morgun. Þegar ég kom í skólann eftir hressandi morgunæfnigu kl. 7.30 ætlaði ég aðeins að leggja mig í sófanum inní matsal. Ég steinsofnaði og vaknaði ekki fyrr en kl.9. Svaf sem sé yfir mig Í SKÓLANUM. Skemmtileg upplifun.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim