Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, desember 29, 2003

Mission Jólakort

Í ár ákvað Hafdís að vera svoldið sniðug og senda fullt af jólakortum í staðin fyrir hin arfaleiðinlegu "jóla-sms" sem ég hef samvizkusamlega sent síðustu ár. Ég var tiltölulega snemma á ferð með jólakortin gangngert til að viðtakendur gætu fengið samvizkubit og sent mér til baka. Svarhlutfallið var 28% sem mér fynst slakt, þessi 72% sem svöruðu ekki fá sko alls ekki jólakort næsta ár.
Hér koma tölfræðilegar niðurstöður jólkortavertíðarinnnar í ár.
88% sendanda jólakortanna gleymdi ég að senda jólakort
91% óskuðu mér gleðilegra jóla
9% gerðu það hins vegar ekki.
27% gáfu mér bæði jólagjöf og jólakort, sem mér fynnst einkar rausnalegt því mér dettur ekki í hug að nenna að skrifa jólakort til þeirra sem ég gef gjöf (sorry folks)
36% tóku það sérstaklega fram í skrifum sínum að ég ætti að reyna að borða sem mest um jólin.
18% voru með stafsetingarvillu
50% af þessum 18% gerðu stafsetingarvillu í nafninu mínu.

en hvað um það, ég elska ykkur öll, gleðileg jól

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim