Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

föstudagur, desember 19, 2003

Tannlæknar

Í dag fór ég til tannlæknis í fyrsta skipti í mörg ár og það kom ekki til af neinu góðu því nýlega greindist ég með holu í tönn. (mína fyrstu holu) sem ku vera algengur kvilli hér á íslandi þar sem meðal íslendingurinn á víst að innbyrða um 52 kíló af syrki á ári.

Þegar ég lagðist útaf í stólinn hjá tannsa gerði ég mér í fyrsta sinn grein fyrir afhverju sumir þjást af ótrúlegri fóbíu við tannlækna. Þegar maður leggst þarna í stólinn og galopnar ginið til að hleypa borum, töngum og allskonar tólum uppí sig er maður algerlega á valdi tannlæknisins. Fyrir fólk með ríka frelsisþörf eins og mig er þetta veruleg frelsisskerðing. Til að bæta gráu ofan á svart var ég deyfð svo rækilega að ég missti alla stjórn á nefi og munni sem er kann ekki góðri lukku að stýra því ég er með kvef. Alltí einu kom svo upp í huga mér gömul hryllingsmynd "the dentist" sem fjallar um tannlækni sem myrðir sjúklinga sína í stólnum. Svo þarna lá ég og skalf eins og hrísla slefandi og með nefrennsli á meðan tannsi hreinsaði karíus og baktus burt.
Og svo var ég rukkuð um offjár fyrir herlegheitin.
(ég er að fara í útskriftarveislu til áu minnar í kvöld, ef nefrennslið og slefið fer ekki að hætta bráðum þá þarf ég að mæta með smekk, það verður eflaus einstaklega smekklegt hahaha....)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim