Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, desember 22, 2003

Jólalög og fávizka almennings.
Einu sinni sagði John Lennon í viðtali að hann væri frægari en Jesús. Þessi ummæli vöktu á sínum tíma mikla reiði í Bretlandi og víðar og ég missti mikið álit á annars merkum manni þegar ég las þetta. Nú er ég komin á þá skoðun að hann hafi haft mikið til síns máls.
Í morgunblaðinu um dagin var frétt um að þriðjungur Hollendinga vissi ekki afhverju jólin eru haldin samkvæmt könnun sem gerð var þar í landi. Sama dag las ég nokkur viðtöl við "manneskjuna á götunni" í blaðinu Orðlaus þar sem spurningarnar voru t.d hver var Che Guevera, Hver var fyrsti forseti íslands, hver var Anna Lindt og fleira í þeim dúr. Skemmst er frá því að segja að ENGINN af viðmælendum blaðsins var með þetta á hreinu....

Ótrúlegt hvað fólk er blint á umhverfi sitt.
Dæmi um eitthvað sem allir vita:
Madonna kyssti Britney Spears á mtv awards.
Linda P var einu sinni Alki.
Páll Óskar er hommi
Hver datt út í síðasta Idol

Dæmi um eitthvað sem fólk veit ekki (en ætti svo sannarlega að vita)
Hvaða flokkar sitja í ríkisstjórn
Hvaða jólasveinn kemur annar til byggða
Hver er forsætisráðherra Bretlands (nei það er ekki elísabet drotting)
Hvaða á er lengst á Íslandi

ég var að kaupa jólagjafir í gær og var að reyna að fynna einhver skemmtileg jólalög í útvarpinu. Öll lög sem ég heyrði voru
a) með Helgu Möller
b) með Pálma gunnars
c) hræðilega illa þýdd sbr. Það eru að koma jól/menn syngja heims um ból
sem sagt, engin skemmtileg jólatónlist í útvarpinu. En á þessu útvarpsrása flakki mínu fann ég lélegustu útvarpsstöð norðan Alpafjalla, KISS fm885. þvílíkur vibbi.


mig hlakkar svo gegt til jólanna, það er ýkt margt sem mér langar í...... ónefndur útvarpsmaður á áðurnefdri KISS fm. Hvernig er hægt að hleypa svona málfötluðum manni að hjóðnemanum......

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim