Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

föstudagur, janúar 16, 2004

Svei!

Við töpuðum í Gettu Betur með einu stigi geng menntaskólanum á Ísafirði. Spurningarnar voru okkur í óhag og við vorum tvímælalaust betra liðið. Sveiattan segi ég bara. Sem betur fer komu lítið af spurningum um fjölda táa á hænum en það kom því mun meira um flugvélar og skip.
Ég á afmæli eftir 13 daga og ég er að pæla í að fagna mínum 19.afmælisdegi undir feldi heima hjá mér. Afmælisdagarnir mínir hafa nefnilega verið ferkar misheppnaðir í gegnum tíðina.
Þegar ég var yngri var það nær garinterað að fólk komst ekki í afmælisveisluna mína vegna veðurs. Þegar ég eldist fór að bera á skammdegisdoða hjá afmælisgestum mínum. Ég man skérstaklega eftir einu afmæli þegar ég bauð stelpunum í mat og enginn hafði neitt að tala um......sérstaklega spennadi. Þess vegna ætla ég að fagna 19oghálfsárs afmælinu mínu í júlí.
Hafiði tekið eftir því að þegar maður fer í sjoppu/búð, borgar með korti og biður sjoppu/búðarlokuna um að henda afritinu þá segir viðkomandi alltaf "takk fyrir". Eins og það sé geðveikt þakklátt fyrir að fá að henda afritinu fyrir mann. Ekki myndi mér detta í hug að vera rosalega þakklát fyrir að fá að hirða upp draslið fyrir annað fólk.

.

Fallegt fólk. Logi Bergmann, Hafdís, Kristín Kúkur Reynis og Hrönn hin fjórfætta (talið frá vinstri)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim