Endaþarmsmök
nei, þessi færsla er ekki eins spennandi og nafnið hljómar......Anyway, þá var ég að hlusta á exið í gær þegar ég var á leiðinni á æfingu og þá voru þeir að spila lagið Endaþarmsmök með hini stórskemmtilegu hverfishjómsveit 3G´s. Það er skemmst frá því að segja að ég fékk lagið svona rækilega á heilan en auðvitað kunni ég ekki textan nema viðlagið "Það er ekki mín sök/ég vil endaþarmsmök. Svo bergmálaði þetta í hausnum á mér alla helvítis æfinguna.
upphitum (900m) Það er ekki mín sök
aðalsett (2800m) ég vil endaþarmsmök
Sprettir (700m) ENDAÞARMSMÖÖÖÖÖÖÖÖÖK
semsagt í meira en 4Km af sundi endurköstuðust þessar tvær línur fram og til baka í kollinum á mér og ég var farin að hata sjálfan mig meira en allt eftir æfinguna. Til að bæta gráu ofan á svart þá klæddi ég mig í vitlaus föt í klefanum. ég var einmitt að velta því fyrir mér hversu mikið gallabuxurnar hefðu hlaupið í síðasta þvotti þegar 15ára stelpa stóð yfir mér og spurði afhverju ég væri í gallabuxunum hennar. Ég roðnaði upp til hópa og beitti "égerekkihér" tækninni (sem fellst í því að ímynda sér að þú sért einhverstaðar annarstaðar, ég nota þetta mikið þegar ég verð mér til skammar) til að komast yfir áfallið og skömmina sem kom í kjölfarið. Og að sjálfsögðu fylgdu Endaþarmsmökin mér í gegnum þetta allt.........
Fyrir þá sem hafa áhuga á tréðu lagi þá er það á rokk.iség ábyrgist samt ekki afleiðingarnar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim