Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

laugardagur, janúar 03, 2004

áramót?

Þegar eitt ár hittir annað, þá eru áramót, sagði okkar dáði landbúnaðarráðherra einu sinni.
Eitt árið er nú öðru skylt.
Áramót?
Ættarmót?
Mannamót?
Gatnamót?
Sundmót.......
nei, hættu nú alveg. þýðir ári ekki annars djöfull eða púki? þannig að áramót getur einnig útlagst sem djöflamót, óvinafagnaður eða eitthvað slíkt.
Áramótaheitið mitt í ár er það sama og í fyrra: Verða betri manneskja. Er það svo sem ekki höfuð tilgangur áramótaheita yfirleitt, að reyna að breyta einhverju í fari manns svo maður verði betri einstaklingur fyrir vikið.
sem sagt árið 2004 verð ég betri einstaklingur en 2003.......

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim