Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, febrúar 08, 2004

Obbobobb

Vaknaði í morgun á ókristilegum tíma þegar einhvert ljúfmennið frá lögreglunni hringdi til að tjá mér að bílnum mínum væri svo kolólöglega lagt að það væri til háborinnar skammar og ógnun við heimsfriðinn. Hann gaf mér hálftíma til að sækja gripinn annars yrði hann dreginn á brott á minn kostnað. Ég hundskaðist af stað, útí grimmdarfrostið (spenastatífslaus, aftur....) niður í bæ. Þegar þangað kom fékk ég að sjálfsögðu viðurkenningu frá stöðumælasjóði uppá litlar 2500krónur. Það er fátt í heiminum sem ég hata jafn mikið og stöðumælasektir, nema kannski þá stöðumælaverði.
Annars var helgin í undarlegri kantinum. Á föstudaginn fór ég með Einari í 30.afmæli hjá hommapari sem voru helteknir af indverskri menningu og var allt afmælið í indverskum stíl. Einar hafði verið fengin til að leika á sítar fyrir afmælisbörnin og ég mátti fylgja með. Ég mætti fasjónablí leit og þegar ég kom voru afmælisbörnin Sveinn og Páll (sem alltaf voru nefndir S & P af ræðumönnum í boðinu) að kyrja bænir á sanskrít. Við fengum okkur sæti útí horni og reyndum að haga okkur eðlilega. (eins og það sé nú hægt við aðstæður sem þessar) S&P voru yfirmáta kurteisir, með frosið bros á andlitinu og óþægilega mjóróma. Þeir voru ákaflega hrifnir af "gigginu" hans einars og söguðust hafa fundið friðin koma yfir sig og anda guðs þegar ljúfir sítartónarnir léku um salinn. Eftir þetta hröðuðum við okkur út.

Á laugardeginum var svo afmæli hjá henni fjólu minni á KRánni rauðaljóninu. Félagskapurinn var frábær en því miður var tónlistin það ekki. Elín greyið var alveg miður sín því hún leit út eins og hobbiti í buxunum sem hún var í. Ég ætla að geyma þetta kvöld í hjarta mér fyrir það eitt að hafa verið betur tilhöfð heldur en Elín. Eftir afmælið datt ég óvænt inná kúltúra með gettubetur-mafíunni þar sem hin ýmsu málefni voru krufin til mergar t.d hin íslenzki her Björns Bjarnasonar og væntanleg mótmæli við fegurðarsamkeppni framhaldskólanna.

En nú er sunnudagur og ég græt 2500 krónurnar sem ég á ekki til. Ef einhvern vantar starfskarft í hvað sem er, þá er ég geim fyrir 2500 á tíman.....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim