Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

föstudagur, febrúar 13, 2004

Gleðilegan Valentínusardag.............NOT!!

Jæja, lömbin mín. Föllumst nú í faðma og verum góð hvort við annað því það er valentínusardagur í dag. Sendum blóm, konfekt, bleik kort, bangsa, kandíflos eða hvað annað sem er nógu ljótt og væmið til þeirra sem við elskum. Setjum pottþétt ást undir geislan, kveikjum á kertum og troðum jarðaberjum með rjóma hvort uppí annað um leið og við hvíslum " æ lov jú" hvort að öðru (íslenskan er jú of lummó, þegar kemur að slíkum yfirlýsingum) Notum einnig daginn til að níðast á einhleypum því þeir hljóta jú að vera einhleypir for a reason!
Nei svona í alvöru talað, afhverju?? hversvegna í dauðanum þurfum við að apa þessa vitleysu upp eftir stóra bróður í vestri? (ef við ættum að taka eitthvað slíkt upp þá ætti það að vera halloween) Þarf einhvern sérstakan dag til að halda uppá ástina, ef maður er ástfangin er maður þá ekki ástfangin alla daga? Ég sé alveg fyrir mér eiginmannin sem kemur heim með blóm&bangsa handa konunni sinni á valentínusardaginn en lemur hana alla aðra daga ársins. Afhverju þarf að halda uppá ástina sérstaklega, erum við ekki í því alla daga alltaf að elska náugnan? og fyrst það er á annað borð haldið uppá þennan dag, afhverju þarf það þá að vera svo hrikalega útblásið og væmið að maður fær æluna uppí kok....
.
Elskum óhikað-höfnum valentínusardeginum!
Hvað finnst ykkur? endilega tjáið ykkur um valentínusardaginn á kommentakerfinu


PS. þessi færsla er tileinnkuð henni Fjólu minni sem er hvorki meira né minna en tvítug í dag. Gefið henni gott klapp.....

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim