Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Lítið gleður litla sál

Hvað er yndislegra en röð skemmtilegra tilviljanna á grámyglulegum febrúardegi. Í sögutíma horfðum við á júgóslavnesku kvikmyndina Underground eftir snillinginn Emir Kusturica. Fyrst ég var á annað borð byrjuð að sökkva mér ofan í austurevrópskar kvikmyndir ákvað ég að slaufa sundæfingu dagsins og leiga mér svartan kött/hvítan kött eftir sama leikstjóra. Þegar ég stóð við afgreiðslu borðið og var að velja mér nammi birtist hópur af grímuklæddum krökkum sem sungu gamla nóa og hlutu nammi að launum. Ég ákvað að feta í fótspor þeirra og söng vísur vatnsenda rósu og viti menn, ég fékk heilan helling af nammi og sparaði mér nammi innkaupin. Hamingjusöm Hafdís steig uppí bílinn sinn og ók af stað, eftir 2 mínútna akstur sé ég ekki hvar svartur köttur hleypur yfir götuna og það sem meira er........á eftir honum hljóp hvítur köttur!!! og ég sem var einmitt með myndina svartur köttur/hvítur köttur í aftursætinu.
Er til betri sönnun á að guð sé til og elski okkur?

Smásálin

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim