Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

þriðjudagur, júlí 06, 2004

Fráhvörf

Mig langar út aftur. Langar að sturta í mig bjór, hlusta á tónleika, missa mig í trylltum dansi við heimstónlist, liggja í drullunni, veltast um eins og svín og vera slétt sama, sofna svo undir segldúk á sprungnu vindsænginni og hlusta á Haffa á eintali við sjálfan sig. Skola síðan af mér drullu gærdagsins í kaldri unisex sturtu morguninn eftir með umskorna ítalanum sem naut þess að spranga um á adamsklæðum svo allir gætu "dáðst" að djásniu hans. Fara síðan á fleiri tónleika, meiri bjór, meiri drulla. Fara síðan til köben og eyða peningum.


Ég er starx komin með ógeð á rútínu hins daglega lífs áður en hún byrjar. Mér er skapi næst að taka næstu vél út. Mér hrýs hugur við tilhugsuninna um að þurfa að sitja yfir nöktum konum daginn út og inn næsta mánuðuinn. Ekkert anskotans ,,fögur er hlíðin" hérna, ÚT VIL EK....!!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim