Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

föstudagur, maí 07, 2004

Musteri hinnar andlegu eymdar

..........er þjóðarbókhlaðan um bjargræðistímann. Þegar námsmenn af öllum stigum skólakerfisins (nema kannski leikskóla) safnast saman til að læra hver í kapp við annan. Fyrir sveimhuga eins og mig er auðvelt að týna sér í mannhafinu því hér kennir ýmsu að grasa. Á borðinu við hliðina á mér eru tvær grunnskólapíur með g-strengin uppúr díselbuxunum að læra fyrir samræmduprófin. Þær virðast nú samt vera meira upptekknar af því að krota með áherslupenna á hendina hvor á annarri og blikka alla sætu háskólasrákana í leðurjökkunum með þriggjadagabroddana sem læðast hérna inn af og til. Í gluggaröðinni, langt frá ösinni á ganginum og nálægt innstungu fyrir laptopið, stitur svo afar merkileg manngerð; Lækna og lögfræðinemar. Óskabörn þjóðarinnar, fólkið sem var nógu gáfað(vitlaust) til að velja sér ákaflega praktíst nám sem skaffar vel en er aftur á móti óhemju leiðinlegt og krefjandi. Þetta er liðið sem mætir þegar bókhlaðan oppnar og lítur ekki upp úr skræðunum fyrr en lokar, með ógrynni af vatni með sér í brúsum merktum World Class eða Baðhúsinu, á sokkaleistum, treður bómull í eyrun til að þurfa ekki að heyra skrjáfið í blaðaflettingum okkar hinna og gefur okkur illt augnaráð ef við dirfumst að trufla einbeitingu þeirra á einhvern hátt. s.s missa bók á gólfið, ropa, tala eða valda á einhvern hátt óæskilegum, einbeitingartruflandi hljóðum.
Í sófanum á móti mér situr svo liðið úr Heimspekideild. Afslappað lið í lopapeysum og Ecco sandölum sem kemur á hlöðuna fyrst og fremst til að fá sér kaffibolla, líta í blöðin og ræða heimsmálin, námið mætir svo afgangi. Óhjákvæmilega myndast stundum spenna milli gluggaraðarinnar (lækna-lögfræði) og sófans (heimspeki) þar sem hinir síðarnefndu eiga það til að valda einbeitnartruflun hjá hinum fyrrnefndu. Rétt áðan var einni ljóshærðri, sokkaleistaðri lögræðistelpu nóg boðið, hún strunsaði yfir að sófanum og jós úr hinum diplómatísku skálum reiði sinnar yfir sófistana sem hafa steinhaldið sér saman síðan, líklega af ótta við lögsókn.
Síðan er að sjálfsögðu fullt af menntskælingum út um allt. Ég verð að viðurkenna, þótt dapurlegt sé, að ég hef á þessum tveim tímum sem ég hef eytt hérna, hitt fleiri kunningja og vini heldur en allan síðasta mánuð. Kannski að maður ætti að gefa Kúltúra og Dillon smá frí og fara að stunda Bókhlöðuna meira í leit af selskap. Í rauninni er þjóðarbókhlaðan bara eins og einn stór skemmtistaður, nema það er engin tónlist og þagnarbindindi. Sem er bara gott, þvi tónlist á skemmtistöðum er yfirleitt léleg (sjá nánar síðustu færslu), fólk er ekkert að ofnota orðin og segir ekkert nema það sé nauðsinlegt. Að sjálfsögðu blómstrar ástin hérna og pikköpplínurnar eru ekki af verri endanum;
,,er þetta sæti laust?"
,,geturu nokkuð lánað mér tvær síður af ljósritunarkortinu þínu?"
,,geturu hjálpað mér að finna Kafka?"
,,má ég ljósrita glósurnar þínar?" osfr.
Áðan sá ég hvar tveir krúttlegtir gleraugnanördar leiddust saman að ljósritunarherberginu og fóru að ljósirta saman. Obboslega rómó. Eins og á öllum góðum skemmtistöðum er loftræstingin hérna í lágmarki og hita og rakastigið er eins og í Amazon frumskóginum á góðum degi. Enda ætla ég að fara að hypja mig á brott, ég er löngu hætt að læra og nágrannar mínir á næstu borðum halda eflaust að ég sé stórskrýtin enda er ég búin að eyða síðasta klukkutímanum i að stara útí loftið og glápa á annað fólk.
Hafdís kveður af Þjóðarbókhlöðunni
góðar stundir.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim