Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, apríl 12, 2004

Andlausir Páskar. part II

Ég sit ennþá fyrir framan tölvuna, spila free sell (nýjasta afþreyingaræði mitt) og hlusta á Blondie til að drepa tímann.
Ætlaði út í labbitúr áðan en uppgötvaði mér til mikillar skelfingar að náttúran hefur ákveðið að vakna til lífsins tveimur vikum of fljótt. Það væri undir venjulegum kringumstæðum mikið gleðiefni en fyrir okkur frjókornaofnæmisfólkið boðar það dauða. Ég var vart komin út fyrir hússins dyr þegar ég byrjaði að hnerra og hósta og táraðist. Hversu úrkynjað og ótnáttúrulegt er að vera með frjókornaofnæmi? Vera með ofnæmi fyrir náttúrunni? Að þurfa að gleypa amk eina pillu á dag (gott ef ekki tvær, þrjár þegar verst er) fyrir það eitt að geta verið undir berum himni? þurfa helst að halda sig innan dyra, eða þá í kyrfilega malbikuðu umhverfi.
Ég er hinn sanni aumingi holdi klæddur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim