Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

laugardagur, mars 20, 2004

Vorið er komið og grundirnar gróa

kann ekki meira af þessu lagi, en þessar línur segja allt sem segja þarf. Veðurguðirnir virðast hafa tekið Reykjavík í sátt því veðrið seinustu daga hefur verið algert æði. Það er ótrúlegt hvað smá sólskin getur lífgað upp á sálartetrið og ég held að ég sé ekkert ein um þetta sólar-syndróm, því það virðast einhvern megin allir vera í hinu bezta skapi um þessar mundir. Annars nenni ég ekki að blogga um veðrið, þeir sem hafa nánari áhuga á því geta litið útum gluggann, í rauninni nenni ég ekki að blogga um eitt né neitt. Nenni alls ekki að hafa málefnalegar skoðannir og halda uppi rökræðum þegar veðrið er svona dásamlegt, það getur beðið þangað til að rignir næst.
Ég er farin dántán að fá mér bóbó og bjór.

Sólskinskveður
Hafdís Erla

ps. það ætti að banna SUS fólk á kommentakerfum....urrg.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim