Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, mars 01, 2004

Við morgunverðarborðið!

Hæ, ég heiti Hafdís og er dagblaðafíkill.(halló, Hafdís) Ég er háð því að hafa hið litríka úrval af morgunblöðum landsins fyrir framan mig á morgnanna á meðan ég slafra í mig morgunkorninu og skola niður með lýsi. Mitt yndi um þessar mundir er hið stórskemmtilega DV, gula pressan okkar Íslendinga. Greinarnar þar eru hverri annarri verri, fjalla allar um eitthvað sem er það ómerkilegt að hin blöðin nenntu ekki að færa það til bókar. Hér koma nokkrar gullnar fyrirsagnir af síðum Dv í vikunni.

Lögreglunemi rekin fyrir kynmök á bargólfi
Samkynhneigt mörgæsapar í dýragarði í Chicago
Læsti lyklana inn
i
-kemst ekki inn.

fyrst ég er á annað borð byrjuð að úthúða fjölmiðlum landsins verð ég að láta "tímariti morgunblaðsins" getið. Það er ásamt "lifun" sem kemur út minnir mig á fimmtudögum eitt versta dæmi um menningarsnobb nútímans. Þó verð ég að viðurkenna að ég les alltaf dálkin "umfjöllun um vín" sem er hin bezta skemmtun. Hér koma nokkrar safaríkar vínumfjallanir.

....vínið er mjög tannýst og hefur skemmtilega sjálfstæðan eftirkeim, karmella í nefi en meira svona kryddaður trjábörkur í munni.
.....þrátt fyrir að vera bruggað úr bestu þrúgum Frakklands er vínið feimið og hefur ekki nóg sjálfstraust. Kemur þó þægilega á óvart í endan.
.....Vínið er bæði langt og mjúkt og getur verið gott með hvaða mat sem er svo framalega sem það fái að anda.

Já, fjölmiðlar landsins eru svo sannarlega á leiðini í hundanna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim