Bókasöfn
Mér hefur alla tíð þótt bókasöfn vera agalega sjarmerandi staðir. Þegar ég var lítil hékk ég á Seljasafni heilu og hálfu dagana og las þar til ég fékk hausverk af loftleysi og augnaþreytu. Enda uppskar ég síðar meir nærsýni af öllum bókalestrinum. Í dag endurnýjaði ég svo kynni mín af bókasafnshangsi þegar ég fór á þjóðarbókhlöðuna að reyna að koma stúdentsritgerðinni minni á vitrænt form. Ég var þar í 3 klukkutíma, skrifaði ekki baun en eyddi öllum tímanum í grúsk og lestur á efni sem tengdist ritgerðinni nákvæmlega ekki neitt. Í gær var það bjór á Ölstofu Kormáks & Skjaldar, í kvöld er það bjór í partýi á stúdentagörðunum. Á morgun er það svo meira bókasafnhangs. Ég ætla að verða bókasafn þegar ég er orðin stór.
Ég fór og borgaði hel*** stöðumælasektina í gær, lagði fyrir utan löggustöðina en átti ekki klink í stöðumælin. Ég hugsaði með mér að ég hlyti að sleppa, enda yrði ég nú örstutt inni. Þarf ég að segja meira.........
ég tek hér með aftur fullyrðingu mína um að guð sé til og elski okkur síðan úr síðustu færslu. Guð sem leyfir stöðumælavörðum að ráfa um yfirborð jarðar er svo sannarlega ekki góður guð.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim