Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

fimmtudagur, mars 04, 2004

Rammfölsk Rymja!

Ótrúlegt nokk þá tók ég þátt í söngvakeppni Kvennaskólans. Ég var sem sé með preformans ásamt Gettu Beturliðinu. Þrátt fyrir tapið gegn MÍ þá létum við ekki deigan síga og ákváðum að reyna fyrir okkur á nýjum sviðum. Þar sem við tónuðum allar svo fallega í "pössunum" okkar í hraðaspurningunum ákváðum við að nú skyldum við leggja tónlistarheiminn flatan. Við fluttum vísur rassendarósu í 4 útgáfum við gífurlegan fögnuð samnemenda okkar (hmmmm..?), nema þá hvað textin fór fyrir brjóstið á þeim heitttrúuðu, sérstaklega þegar hann var sungin við sálmin, leiddu mína litlu hendi. En betra er illt umtal en ekkert umtal. Þrátt fyrir að hafa ekki unnið keppnina, þá unnum við íslensku tónlistarverðlaunin. í lok atriðsins afhentum við sjálfum okkur nefnilega eintak af íslensku tónlistarverðlaunum sem kristín hafði stolið úr stofunni heima hjá sér fyrr um daginn. (vafalaust undir áhrifum kannabis-muffins, sem við átum í morgunmat) Súrast var þó að maðurinn sem við tileinkuðum lagið skyldi ekki hafa séð sér fært að mæta. Óli Palli var kynnir og gegndi því starfi með sóma, bezt var þó að hann var í ingibjargarbol, hönnuðum af undirritaðri.

en já, ég kynni til leiks nýliða í bloggheimum, gefið Bylgju gott klapp

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim