I´have a dream!
hér sit ég í matsalnum og er að reyna að koma stúdentsritgerðinni minni á vitrænt form. Andinn er svo sannarlega víðsfjarri og mér dettur ekkert skemmtilega háfleygt í hug til að setja í lokaorðin. Í staðin hef ég ákveðið að setjast við bloggskrif. Ég ætla að deila með ykkur lesendur góðir því sem mig dreymdi í nótt. Mig dreymdi nefnilega að hin Íslenzki her Björns Bjarnasonar væri orðinn að veruleika og að Íslendingar ættu í hatrömmu stríði við Noðrmenn um fiskveiðilögsögu. Draumurinn byrjaði þar sem ég sat í makindum mínum ásamt bekkjarfélgöunum í matsal Kvennaskólans. Skyndilega fyllist matsalurinn af hermönnum og inn gengur Björn Bjarna og tilkynnir okkur að við höfum verið svo "heppin" að vera útvalin til að verja land og þjóð. Síðan var okkur smalað inní gáma og flutt til Noregs. Þegar þangað kom fórum við í æfingabúðir sem gengu mest útá það að hlaupa í hringi og syngja öxar við ána. Síðan kom að því að vopnast og halda á vígvöllinn, búningarnir okkar voru svona flísjakkar frá 66norður í fánalitunum og mér var úthlutað kveikjarabensíni og eldspýtum til að verjast norðmönnunum illu. Draumurinn endaði svo þegar við stóðum öll í hóp fyrir framan mynd af Birni Bjarna í maó stíl og sungum þjóðsöngin á meðan sprengjugnýrinn ómaði fyrir utan, síðan hljóp einhver inn í miðjum "íslands þúsund ár" og öskraði, GRÍPIÐ TIL VOPNA, NORÐMENNIRNIR KOMA, og þá vaknaði ég. Eins gott að einhver stoppi hr.Björn áður en hann nær að draga okkur inní slíka vitleysu.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim