Jæja, nú loksins er stúdentsritgerðin fyrir bí og ég get tekið gleði mína á ný. Ég fagnaði þessum tímamótum í gær með því að mæta í stærðfræði tíma, eitthvað sem ég hef ekki gert lengi. Að vísu var málfræði púkinn ennþá í mér eftir endalausan yfirlestur á ritgerðinni þannig að ég gerði ekki neitt annað í tímanum en leiðrétta málfar bekkjarfélaga minna við lítinn fögnuð. Mikið óskaplega fer það í taugarnar á mér þegar fólk talar um að plúsa saman tvær tölur. Síðan lenti ég í rifrildri við stærðfræði kennarann minn sem talaði í sífellu um að ef maður deildi strikinu x,y með tveimur væri maður komin með hálft strik, sem er náttúrulega ekkert nema rakið bull. Þú færð strik sem er helmingi styttra en upphaflega srikið en enganveginn hálft strik.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim