Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

miðvikudagur, mars 24, 2004

gangleri gengur af göflunum.

Mér (og öllum hinum bjartsýnu, sóldýrkandi Íslendingunum) hefndist fyrir bjartsýnina hér um dagin. Hér geysar nú alsherjar kvef og allir þeir sem valhoppuðu léttklæddir um götur og torg borgarinnar fyrir helgi, hósta nú og snýta sér í kór.
Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi nokkuð að vera að blæða 800 kr í að sjá blessaðan frelsaran negldan uppá kross. Hef ekki mikin áhuga á téðri mynd auk þess sem ég er búin að lesa bókina og veit hvernig hún endar. Held frekar að ég eyði mínum síðustu krónum og aurum í eitthvað annað, t.d bjór.
en aftur að jesú og félögum. Mér brá hrottalega um dagin þegar ég var að fletta dv og sá að presturinn sem fermdi mig ,á sínum tíma, séra valgeir hefði verið að leggja hendur á fermingarbörn. Þetta kemur auðvitað á besta tíma því að nú er nýbúið að fletta ofan af einn einum barnaníðingnum innan vébanda kirkjunnar. Það er greinilegt að Jesús er ekkert of vandlátur við val á veraldlegum lærisveinum sínum. guðsélof að ég lét af-ferma mig hér um árið, segi ég nú bara.
En svo bregðast nú krosstré sem önnur tré og lögregluríkið Ísland virðist vera lekara en gatasigti. Fyrst lekur dópið út á markaðinn aftur og dóppeningarnir í vasa löggunar og svo leka lögregluskýrslur til fjölmiðla. Eflaust mikið um að vera hjá dóms og krikjumálaráðuneytinu núna. Verði þér að góðu Björn Bjarna.....
Ég ætla hér með að segja mig úr lögum við lýðveldið ísland og stofna fríríki í kjallaranum hjá mér.
nú vendi ég mínu kvæði í kross og ætla að leyfa Descartes að eiga síðasta orðið.

,,ég ætla því að ganga út frá því að ekki sé til neinn algóður guð sem reyni að tjá okkur sannleikan heldur kænn og slóttugur illur andi sem sífellt reynir að villa okkur sýn" - René Descates

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim