Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

fimmtudagur, apríl 01, 2004

gamalmenni á grafarbakkanum.

ég er orðin gömul fyrir aldur fram. Í gær stóð ég sjálfa mig að því að tala um veðrið til að fylla uppí óþægilega þögn í samtali. Veður umræður eru ótvírætt ellimerki. Bráðum fer ég að keyra á 10 undir hármarkshraða og horfa á maður er nefndur í sjónvarpinu, sveiattan.
Ég fór á leikritið Þetta er allt að koma í þjóðleikhúsinu í gær. Það var mjög gaman og Balta tókst vel upp með að færa bók hallgríms helgasonar á sviðið. Eins og mér finnst nú gaman í leikhúsi, þá er klapp-seramónían eftir að sýningu lýkur orðin svoldið þreytt. Þetta með að leikararnir koma aftur og aftur og aftur fram, hneiga sig, koma svo aftur fram. Þetta er eins og að fara á tónleika og hjómsveitin geymir öll góðu lögin þar til þeir eru klappaðir upp. Uppklapp á að vera bónus á góðu giggi, en ekki partur af prógramminu.
jæja, ég ætla að fara að bródera, ekki seinna vænna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim