Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, apríl 05, 2004

í fréttum er þetta helst.

Nú er páskafríið hafið formlega. Til marks um það ákvað ég að efla mín fögru fyrirheit um dugnað. Ég dró fram hina rykföllnu stærðfræðibók og byrjaði að reyna að vinna upp vanrækslu síðustu vikna. Þá fann ég gamla andrésmöppu frá 1982 og þar með var stræðfræðin fyrir bí. Hvernig stendur á því að alltaf, ALLTAF þegar ég sezt niður til að gera eitthvað gagnlegt gerist eitthvað svona, eða þá að ég fer að baka, taka til í herberginu mínu, stunda jóga eða vottever. Ég held ég eigi við krónsíst einbeitingarleysi að stríða.
Bíllinn minn er kominn með bílaflesnu og þarf að taka því rólega út þessa viku. Mér líður eins og fugli án vængja, get ómögulega tekið flugið hvert á land sem er. Þarf annað hvort að sætta mig við að hanga í hreiðrinu heima eða bíða eftir gulu ungamömmu sem kemur á 20mínótna fresti, alveg hreint óþolandi.


ps. ísdrottningin er um næstu helgi, vér mótmælum allir.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim