Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

fimmtudagur, apríl 08, 2004

,,...Ef ég væri kona/væri ég rauðsokka/því ég nenni ekki að plokka píkuhár..."

Rappaði okkar yndislegi BlazRoca (aka. erpur eyvindasson) hér um árið, þegar rottweiler þóttu kúl. Upplifði einmitt smá rauðsokkustemmingu í gær þegar fámennur en gómennur hópur meðvitaðra menntskælinga mótmæltu Ísdrottningunni fyrir utan vetrargarðinn. Fámennið verður víst að skrifast á mig því í lúðaskap mínum hélt ég að keppnin væri á laugardaginn. Ætla samt að halda því fram til streitu að Ásdís Rán hafi vísvitandi skrifað "laugardaginn 7.apríl" á heimasíðu keppninnar til að villa verðandi mótmælendum sýn. Sem betur fer sáum við í gegnum trikkið og blésum til skyndimótmæla, sem fólust í friðsamlegum slagorðum á spjöldum við ljúfan sítar (já, sítar, ekki gítar) undirleik. Ég held að ég hafi sjaldan eða aldrei séð jafn margar útgáfur af fyrirlitningarsvip þegar fm-hnakkarnir og aflituðu verslóbeyglurnar marseruðu framhjá okkur til að borga 2000kr fyrir að fá að berja drottningarnar augum. Hápunkturinn var svo þegar sjálf drottningamóðirin, Ásdís Rán í öllu sínu veldi (bleikur og svartur henson galli) gekk til okkar og sýndi okkur einn eitt afbrigðið af fyrirlitningasvip.

það eru 47 dagar þangað til ég útskrifast. Þá þarf ég að vera komin með solit og gott svar við "hvaðætlaruaðveraþegarþúverðurstór" spurningunni sem ég fæ líklega að heyra ansi oft því mamma er búin að setja saman gestalista fyrir útskriftina mína algerlega án minnar vitundar. Hann samanstendur af gömlu og skorpnu fólki sem ég sá síðast í fermingarveislunni minni og það á ekki eftir að gera annað en að spyrja mig hvað ég ætli að læra. Kínka svo varlega kolli og snúa sér undan þegar ég hiksta því útur mér að ég hafi ekki grænan grun.
Ég er að pæla í að skrópa í útskriftina mína eða leigja staðgengil, vætanlegir veislugestir hafa hvort eð er ekki séð mig síðan ég fermdist.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim