Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

miðvikudagur, apríl 28, 2004

að kvöldi dags.......

Nú er síðasta vikan í Kvennó afstaðin. Ég ætla að láta það vera að skirfa neitt frekar um það enda myndi bloggið mitt þá fyllast af orðum eins og yndislegt, söknuður og þvíumlíkt. Maður verður að halda í þann snefil af sjálfsvirðingu sem maður hefur. Ég ætlaði að enda skólagöngu mína á táknrænan hátt með því að kíkja (loksins) í bænastund í handavinnustofuna í hádeginu á morgun en ég er komin á fremsta hlunn með að slaufa því fyrir hamborgara og bjór á Vitabarnum með hinum útskriftargimpunum. Það er samt sem áður eiginlegra enn tákrænna fyrir hvernig ég tek alltaf syndina fram fyrir guðdómin. Eða vottever, ég ætla að bera harm minn í hljóði og syrgja í einrúmi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim