Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

laugardagur, apríl 24, 2004

gvöð minn......

Einhver hvíslaði því að mér dagar mínir innan veggja kvennó væru svona hér um bil taldir (4 til að vera nákvæm).
Það fannst mér algerlega hræðilegt því tíminn í Kvennó hefur verið mjög frábær, sko. Mér vöknaði svo um augum þegar ég breytti upphafssíðunni minni í tölvunni frá Keðjusíðunni í heimasíðu háskólans til að laga mig að nýjum aðstæðum. Ekki minnist ég þess að hafa verið svona meyr og sentimental þegar ég útskrifaðist úr grunnskóla hér um árið.
Ofan á þetta bættist síðan bömmerinn yfir því hvað ég-ætla-að-verða-þegar-ég-verð-stór.
Eins og ofangreindar pælingar gefa í skyn er Hafdís ekkert alltof bjartsýn þessa daganna, en kona á ekki að velta sér uppúr lífsins tára dal, því lífið er þjáning eins og búdda sagði svo réttilega. Þessvegna ætla ég að skella mér á dimmisjón fund, læra að jóðla og fara í hausamælingu fyrir stúdentshúfuna. Ég er eiginlega hálfvegis búin að beila á því að útskrifast með heimatilbúna húfu eða KluKluxKlan hettu eins og mér datt í hug um daginn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim