Nethryðjuverk og vond lög.
Ég ætla að byrja á því að biðja alla þá sem hafa orðið fyrir barðinu á kommenntahryðjuverkamanninum Einari á athugasemdakerfinu mínu afsökunar. Undanfarnar vikur hefur hann stundað það að skrifa komment á mínu og hinum ýmsu kommentakerfum undir annarra manna nöfnum, öllum til mikils ama. Glottandi af eigin illsku hefur hann setið sveittur fyrir framan skjáinn og reynt að valda eins mikilum skaða og honum er unnt; reynt að klína samkynhneigð uppá fólk, talað um ommilettuskó og síðast en ekki síst, sakað Halldóru um slæma stafsettingu. (helgispjöll)
Allavega, það var dimmetering á föstudagin sem gekk vonum framar enda var atriðið okkar svo þaulæft að það var nær ógerningur að klúðra því. Um kvöldið var svo fyllerí með kennurunum. Er mér þá sérstaklega minnistætt þegar þórhildur enskukennari hlammaði sér í fangið á þórunni og fór á trúnó. Síðan var dansgólfið tekið með trompi af öllum nema mér því ég var með tónlistarkomplexa og neitaði að stíga þar fæti nema plötusnúðuinn yrði rekinn á staðnum. Er þetta bara einhvert snobb í mér eða er alltaf verið að spila sömu helv*** tónlistina á svona uppákomum? Það er tekin 80´syrpa, júróvisjón syrpa, smá Stuðmenn og svo auðvitað Sálin (hrollur). Hvert sem ég fer finnst mér alltaf og eilíflega verið að spila sömu gömlu, lúnu tuggurnar.
Hérna kemur svo top 6 (nennti ekki að gera uppí 10) listi h.dísar yfir lög sem meiga gjarnan hverfa af yfirborði jarðar.
1. Don´t blame it on the sunshine, don´t blame it on the moonlight...... með djakkson fæv (er það ekki?) Mér verður óglatt þegar upphafsstefið byrjar og svo þegar krádið á dansgólfinu fer að gera "múvin" sem fylgja þessu lagi þá kasta ég upp.
2.Nína, sálin. Þetta er hin íslenzka klisja holdi klædd. Þetta lag er spilað í búðkaupum, böllum, auglýsingum, karióki og allstaðar. Mig langar að stofna Nínu-lausa útópíu einhverstaðar á íslandi þar sem and-nínur geta safnast saman án þess að vera hundeltar af þessu óskalagi íslenskrar alþýðu.
3. Footloose. úr samnefndri kvikmynd. ojjj........!
4. Smells like teen spirit. Nirvana. Þegar effemm plötusnúðarnir ætla að vera geðveikt töff og rokkaðir setja þeir þetta á fónin. Eins og þetta var nú gott lag hér i dentid þá er þetta lag núroðið jafn spennandi og útriðin hundstík.
5. Final countdown, Europe, Etísballa æðið sem Menntaskólinn við Sund byrjaði á hefur lagt þetta lag endanlega í gröfina. Því miður eru ekki allir sammála mér og þetta lag er ennþá að valda mér heyrnarskemmdum af og til.
6. Abba eins og hún leggur sig. ég hef aldrei skilið alminlega fagnaðarlætin sem brjótast alltaf út þegar waterloo hljómar á dansgólfinu. Ég tel mér trú um að það sé verið að fagna sigri Nelsons á her Napoleons 1815 en ekki fjórum svíum sem sigruðu júróvisjón seint á 20.öld.
Þar hafiðið það. Tillögur á endurbótum á þessum lista eru vel þegnar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim