Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, júní 20, 2004

með sól í hjarta og blóm í haga.

Ég er virkilega ekki í góðu ásikomulagi þegar ég skrifa þetta. Ég sé varla á tölvuskjáinn, fingurnir skjálfa og ég er að berjast við að halda innihaldi magans réttu megin við vélindað. Með öðrum orðum, ég er þunn. Mig grunar óljóst að ég hafi verið leiðinlega drukkin. Ég man eftir sjálfi mér uppá þaki skrifstofu samfylkingarinnar í Austurstræti að þusa við gesti og gangandi sem voru ca.30 metrum neðar. Ég er hætt að drekka ég sver það.......
En frá minni drykkju yfir í aðra drykkju, nánar tiltekið kókþamb litlu frænku minnar. Á 17.júní var haldið fjölskylduboð í föðurfjölskyldu minni. Ótrúlegt nokk þá var mér boðið líka, en fram af þessu höfum við bróðir minn verið hálfgerðar afgangsstærðir þegar kemur að gestalista fjölskylduboða. Eftir að ég var búin að heilsa öllum og endurtaka mín glæstu framtíðarplön (sjá nánar, viðtal í Birtu ef einhver er í vafa)svo oft að ég var komin með staðlað svar við hvaðætlaruaðgeraíhaust spurningunni, -settist ég niður með litlu frænku minni Emelíu sól (2ára. Þar sem ég var ómögulega að finna mig innnan frændfólks míns, og biturleikinn blundaði í mér ennþá yfir öllum fjölskylduboðunum sem mér var ekki boðið í, fann ég mig best með þessu kríli enda ekki um venjulegt kríli að ræða. Emelía hefur frekar takmarkaðan orðaforða en er samt sem áður mjög dugleg að nota þau orð sem hún tileinkar sér. Þetta kvöld voru orðin "andskotinn" og "ó mæ gad" mjög í tísku hjá henni. Emilía er koffín fíkill með meiru og lagði mamma hennar blátt bann við því að barninu væri gefið kók. Því miður tilkynnti hún það áður en ég mætti á svæðið og þegar barnið otaði glasiu að mér og bað um kók, datt mér ekki í hug að neita. Eftir þetta fékk Emilía kókást að mér og þambaði hvert glasið á fætur öðru sem örláta frænkan Hafdís skenkti henni. Þar sem ég er mjög óvön börnum gerði ég mér alls ekki grein fyir því að þau geta drukkið miklu minna en við og var því órög við að fylla hálfslítra krúsina fyrir krakkan. Eftir því sem koffín magnið í Emilíu óx fór hún að verða örari og örari og undir það síðasta var hún farin að hlaupa um allt húsið og öskra ómægad og andskotin á allt sem á vegi hennar varð, Afa sinn, mömmu sína, köttinn og svo framvegis. Þá fór nú flesta að gruna að ekki væri allt með feldu og fljótlega beindust öll spjót að mér. Ég játaði misgjörðir mínar, baðst afsökunar, kvaddi og fór.
Ég held ég hafi fyrirgert rétti mínum til áframhaldandi veru á gestalista fjölskylduboðanna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim