Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

fimmtudagur, maí 20, 2004

Daglauna hóra.

Síðustu daga hef ég verið að vinna eða hórast, eins og ég kýs að kalla það hjá Netinu-Markaðs og rekstrarráðgjöf ehf. Þetta fyrirtæki er allt hið undarlegasta og þrátt fyrir að hafa unnið þarna í bráðum 3 ár er ég ekki ennþá með það á hreinu út á hvað reksturinn gengur, enda hef ég frekar takmarkaðan áhuga á viðskiptum og markaðshagfræði. Þetta er í raun bara einn maður sem rekur fyrirtækið en hann fær alls kyns lið (þ.á.m undirritaða) til að taka að sér hin ýmsu vekefni á svörtu til að umsvif fyrirtækisins virðast minni hjá skattinum. Mitt formlega starfsheiti er sem sé; Markaðsfulltrúi sem hljómar ofsalega merkilega en í raun er ég bara altmuglig manneskja sem sinnir hinum ótrúlegustu tilfellum, allt frá bjórkynningum til skyrtu-straujunar og stundum líður mér satt að segja eins og hóru. Stundum hef ég velt því fyrir mér að berja hefanum í borðið, fitja uppá nefið, segja upp með stæl og gefa honum kannski einn kinnhest í leiðinni, en samkvæmt orsakar/afleiðingar lögmálinu yrði ég mjög fljótlega skítblönk og það vil ég ekki.
En ef mælirinn er einhverntímann fullur þá er það í dag. Dagurinn byrjaði svo sem ágætlega. Þetta er eitt af þeim fyrirtækum sem hafa dress code fyrir starfsmenn sína.(gallabuxur og conversskór ekki vel liðnir)Ég þarf því að gramsa í fataskáp móður minnar þar til ég finn eitthvað sem ég get tjaldað utanum mig. Útkoman verður yfirleitt einstaklega glæsilegt furðuverk í mölétnum fötum sem voru í tísku 1995. Í dag mætti ég í einni slíkri múnderingu og til að toppa lúkkið hafði ég meir að segja málað mig og gusað á mig smá hárlakki. (fyrirgefðu mér, ósonlag) Satt best að segja leit ég út eins og ég væri ný útskrifuð úr versló með 14 tommu prik uppí rassgatinu.
Allavega, dagurinn fór rólega af stað, ég var á skrifstofuni að vinna pappísvinnu og spila Free sell. Í hádeginu hrindi svo vinur yfirmanns míns í öngum sínum, vinurinn átti að mæta á mjög mikilvægan fund í kaffinu en það var saumspretta á buxunum hans sem hann gat ekki lagað og þar sem þetta var pabbahelgi (til helvítis með þessar pabba-helgar)varð hann að redda pössun fyrir krakkan á meðan. Hafdís tú ðe reskjú. Þarna var þjónusta mín sem sé seld til vinarins á einu bretti. Frá skrifstofuvinnu til saumsprettu og barnapössunar. Eftir að hafa saumað buxurnar og þar með bjargað frama vinarinns í viðskiptaheiminum og lesið bubba byggi og stafakarlanna fór ég aftur uppá kontór og sökkti mér í pappírsvinnu og free sell.
Kl.17 fór ég svo í kynningarferð á nokkur hótel.
kl.17.30 bilaði vinnubíllinn,
kl.17.35 hrindi ég í örvæntingu minni í yfirmannin þar sem ég vissi ekkert hvað amaði að bílunum. Hann sagði að ég ætti að "redda því" og lagði á
kl.17.37 tvinnaði ég saman lengsta blótsyrði sem ég hef á ævi minni sagt.
kl.17.40 Opnaði ég húddið. Fann til mikils vanmáttar þegar ég horfði á vélina, þekking mín á slíkum hlutum er álíka mikil og kunnátta mín á Indverksum bútasaum. Ég reyndi að pota í eitthvað og færa eitthvað til en það heppnaðist ekki betur en það að ég fékk olíu á fötin, á fésið og í hárið. Ég gafst upp og labbaði niður á kontór. Þar sem klæðaburður minn samræmdist ekki lengur vinnureglum fyrirtækisins var ljóst að ferill minn þann daginn væri í mikilli hættu. En yfirmaður minn er með ráð undir rifi hverju. Fyrst ég gat ekki unnið var ég bara send heim til hans að þrífa íbúðina. Með olíubletti á buxunum, svitabletti undir höndunum og meiri olíu í hárinu en Danny Zuko endaði ég svo daginn á fjórum fótum að srúbba gólf.
Og nú er rúsínan í pysluendanum eftir.
Þar sem ég lá þarna og velti því fyrir mér hvar og hvernig ég ætlaði að koma mínum ástkæra yfirmanni fyir kattarnef rak ég hendina óvart í videohillustandin og allar Star-Trek spólurnar hrundu útá gólf og úr hulstrunum. En voru þetta Star-Trekk spólur? Ég held ég láti hér staðar numið, það þarf ekki að hafa um þetta fleiri orð. Þegar maður kemur heim úr vinnunni með kúlu á hausnum því klámspólur yfirmannsins ultu yfir kollin á þér, held ég að það sé komin tími til að segja upp. Því að ég hef mitt stolt, eða hvað?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim