Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

þriðjudagur, maí 18, 2004

Daginn eftir stærðfræðipróf!

Hah..! Nú er stærðfræðiprófið búið og ég frjáls úr fjötrum pólhnita og tvinntalna að eilífu. Ég rúllaði prófinu upp get ég sagt ykkur. Það er, ég rúllaði prófblaðinu upp eftir klukkutíma og skilaði, skildi ekki baun í bala og er líklega fallin. Ég hef samt áreiðanlegar heimildir fyrir því að maður meigi taka með sér eitt fall. Þó verð ég að viðurkenna að það er lítill glansi yfir því að falla á fjórða ári, en fyrir ykkur sem fitjið uppá nefið og finnst ég vera eymingi að geta að minnsta kosti ekki fengið fjóra, þá langar mig til að kynna ykkur fyrir stærðfræðibókinni minni. Þá fyrst munið þið skilja þjáningu mína og eymd.
En hvað um það, ég er útskrifuð og mun aldrei, aldrei, aldrei aftur þurfa á minni (takmörkuðu) raungreinaþekkingu að halda.
jæja, nóg komið af biturleika útí skólan (og þá braut sem ég asnaðist til að velja), á eftir ætla ég niður í bæ að máta stúdentshúfur og reyna að sjarmera bókasafnsvörð kvennaskólans um að leyfa mér að fá einkunirnar mínar þrátt fyrir að ég hafi skilað bókunum af kvennóbókasafninu á borgarbókasafnið. Ég hef ekki mikla trú á að sjarminn minn nái að bræða hana, þar sem ég held að hún sé líffræðilega ófær um að brosa eða sýna nokkur önnur geðbrigði. Hún ásamt A-stofunum og mötuneytinu sem kann ekki að elda ætilegan mat er eitt af því sem ég á svo sannarlega ekki eftir að sakna frá kvennaskólanum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim