Í bljúgri bæn
Orti fótalausa skáldið á Laufskálum. En það kemur þessari færslu nánast ekkert við. Undanfarna daga hefur mér funndist eins og ég sé aukapersóna í lélegri amatöraskáldsögu. Afhverju? Byrjum á byrjuninni. Uppá síðkastið hefur mér sí og æ verið líkt við einhvern annan eða klínt uppá einhvern annan. Ég er spurð að því tvisvar á dag hvort að ég og stelpugribban sem ég vinn með séu systur sem kemur aaaaafar illa við sálartetrið mitt því mér finnst hún bæði ljót og leiðinleg. Síðan hefur því verið fleygt blákallt framan í mig hvað eftir annað að ég eigi að vera kærasta fólks útum borg og bí, bróður míns, vinkonu minnar, þjálfara míns og svo framvegis. Ég er með öðrum orðum ekki nógu merkilegur pappír til að vera sjálfstæð persóna heldur verð ég að styðjast við einhvern annan til að öðlast tilverurétt (sbr.systir eða kærasta) í lélegu skáldsögunni sem ég er föst í þessa daga. Lélegu af því að handritið líkist einhverju sem þorgrímur þráins myndi skrifa; Vandræðalegt fjölskyldubrúðkaup með kærastanum, spaugileg atvik í vinnunni, ferð útá land að skoða náttúrufegurð íslenskra sveita osfr. Munurinn á mér og Mr.Thorgrími liggur samt í því að sögurnar hans eru lausar við allt áfengi og svartan húmor sem mínar eru stútfullar af. Fjölskyldubrúðkaupið var vandræðalegt vegna þess að það voru allir svo fullir, vinnumistökin stafa aðallega af þynnku og sveitarrómantíkin fólst í því að gera grín að utanbæjarfólki og drepast útí móa. Já, lífið er léleg skáldsaga og ég er partur af henni.
ps.Þessi færsla er mjög líneyjarleg, fyrir þá sem kannast við það viðmið.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim