Ef ég ætlaði að segja frá helginni yrði ég að brjóta reglu 1.4 og jafnvel 1.5, þannig að slíkt verður að bíða betri tíma. Hinsvegar fékk ég flassbakk áðan sem tengist sojasósu og vondri* bíómynd sem ég sá á Riff. Stundum skil ég ekki hvernig kollurinn á mér virkar.
* Þegar ég skrifa vond bíómynd, hefðu sumir ef til vill skrifað listræn. Sannleikurinn er samt sá að í þessu tilfelli var um að ræða vonda bíómynd. Ekkert listfengi fær mig til að kalla hana neitt annað en ákaflega vonda mynd. Ég er svo gamaldags að ég vil hafa söguþráð. (þarf ekki að vera rökréttur á nokkurn hátt, þó) Ekkert afsakar 100 mínótur af nákvæmlega engu, þó svo að þetta "ekkert" hafi svo sem verið í voðalega fallegum litum og með krúttlegum japönum.
Ég hef fengið ansi skemmtileg viðbrögð við nafnakast færslunni minni og er búin að þróa hugmyndina um andspyrnu við nafnakasti töluvert. Ég ætla að skrifa eina færslu til útskýringar seinna í vikunni.
1 Ummæli:
hahaha! ég kveikti strax við sojasósuna á því að þú ættir við þá krúttlegu litadýrð, og mikið er ég líka sammála.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim