Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, ágúst 25, 2008

Ég er ekki frá því að það örlaði á öfund hjá Sigga Sveins og Geiri Sveinssyni í útvarpsviðtölunum sem fylgdu handboltafárinu um helgina.... skammist ykkar. Sá eini af fyrv.landsliðsmönnunm sem virkilega ljómaði af gleði var Kristján Arason. Enda er hann líka stór kall með margar miljónir á mánuði og getur leyft sér að gleðjast fölskvalaust með öðrum.

og að gefnu tilefni:
ÁBENDING TIL VERÐLAUNAHAFA Á ÓLYMPÍULEIKUM EÐA ÖÐRUM STÓRMÓTUM.
Oft sér maður íþróttamenn á verðlaunapöllum bíta í verðlaunapeninginn sbr mynd að neðan. Sagan hermir að það sé gert til þess að ganga úr skugga um að málmurinn sé ekta. Þetta er vissulega rétt, en hinsvegar gildir þetta aðeins um gull. Hreint gull er deigur málmur sem auðveldlega er hægt að beyja með að bíta í hann. Því bitu kaupmenn eða höndlarar alltaf í gullið áður en viðskipti voru handsöluð til að gulltryggja að málmurinn væri hreinn en ekki blandaður. Þetta gildir hins vegar ekki um grjótharða málma eins og silfur eða málmblöndur eins og brons. Þið getið bitið og bitið eins og þið viljið í silfrið án þess að beyja það né komast að því hvort það sé ekta eða ekki. Því er þessi siður kjánalegur.

Einnig er þetta merki um hrakandi efnafræðikunnáttu hjá almenningi. Fyrstu verðlaunapeningabitin sem ég hef rekist á eru á fyrstu ÓL eftir stríð, síðan fer þeim fjölgandi og myndir af verlaunahöfum að bíta í peninga verða vinsæl mótiv. Hinsvegar eru það aðeins gullverðlaunahafar sem bíta í peninganna framan af, sem samræmist efnafræðinni. Mig langar mikið að vita hver var fyrsti silfur eða bronsverðlaunahafinn sem tók þennan ósið uppá arma sína.



Morfeus, hinn torræði fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta gerist sekur um plebbaskap.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Meinarðu ekki af gefnu tilefni?

"Að gefnu tilefni" þýðir allt annað ...

4:44 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hahaha, þú ert best. (Og ég myndi segja þér það mun oftar ef mér leiddist ekki svo að kommenta í bloggerkommentakerfið...) :)

2:13 e.h.  
Blogger Erla Elíasdóttir sagði...

pabbi: hvað áttu við? munurinn liggur í því hvort átt sé við "af e-u tilefni" eða "að e-u gefnu". það er aldrei rétt að segja "af e-u gefnu".

6:37 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

af gefnum þríhyrningsreglum má leiða út...

ekki?

2:32 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim