Vefarinn litli frá Kasmír
Fyrir nokkrum árum fóru köngulær að venja komu sína í eldhúsgluggan heima. Þar sem köngulær eru ekki uppáhaldsdýr fjölskyldunnar var þessum komum tekið með varúð til að byrja með. Í hittífyrra gerðum við móðir munnlegan málefnasamning við köngulóna sem spann vefinn sinn það árið. Hún mætti eiga gluggan utanfrá, en ef hún svo mikið sem færði einn fót inní eldhús myndi hún gjalda þess með lífi sínu. Köngulóin hefur staðið við sinn hluta samningsins (þetta eru víst svokallaðar klettaköngulær, en þær leita ekki inní mannabústaði) og við höfum staðið við okkar. Í fyrra gaf ég henni nafn og heitir hún nú Vefarinn litli frá Kasmír. Vefarinn hefur með tímanum orðið einskonar gæludýr fjölskyldunar. Við fylgjumst með honum spinna vefin sinn á meðan við hrærum í pottum og hnoðum deig og þegar hann veiðir flugu safnast öll fjölskyldan saman og fylgist með þegar bráðin er vafinn inn og étin. Vefarinn hefur braggast vel í sumar og er orðinn feitur og pattaralegur. Um daginn át hann heila hrossaflugu á innan við tveimur mínótum. Geri aðrir betur.
Það vottar meira segja á umhyggju fjölskyldunar í garð vefarans. Eldhúsglugganum er alltaf lokað með varúð (einu sinni skellti ég honum aftur í fáti og grey vefarinn hrundi niður úr vefnum) Eftir rigningardaga eða strom er það mitt fyrsta verk að athuga hvernig vefarinn hafi það. Eldhúsglugginn stendur vel að vígi gagnvart veðri og vindum og vefarinn kúrir yfirleitt útí horni á meðan veðrið gengur yfir.
Þetta er í fyrsta skipti sem ég finn fyrir hlýjum tilfinningum í garð einhvers sem hefur fleiri en fjóra fætur. Ég á eftir að sakna vefarnas í vetur og hlakka til að hitta hann aftur næsta sumar.
Vefarinn í allri sinni dýrð
Ég og gæludýrið mitt
1 Ummæli:
Aw, litla feita rúsínan! :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim