Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Ó vei mér

Ég lifi og hrærist í grískum harmleik þessa daganna. Mér er skapi næst að fara niður á austurvöll og tæma eiturbikar svona til að setja punktinn yfir i-ið. En ég ætla ekki að breyta þessu bloggi í tragedíublogg þannig að ég mun ekki eyða fleiri orðum í mína andlegu eymd. Þess í stað ætla ég að blogga um sænsku. Ég hef nákvæmlega engann áhuga á sænsku (sem og öðrum tungumálum) og hún má fara veg veraldar fyrir mér. Ég sé samt fram á að þurfa að koma mér upp gerfiáhuga á sænsku í hvelli því samkvæmt bókalistanum mínum þarf ég að lesa bók uppá litlar 1250 síður á sænsku um sögu norðurlanda frá 1200 til 1800. Þetta gæti orðið svoldið vesen því sænskukunnátta mín takmarkast við ,,tack so mycket" , ,,jette bra", javla og aðra frasa sem ég hef gripið úr myndum Luke Moodyson. Ég er ekki viss um að sú kunnátta sé nægileg til að fleyta mér í gegnum tímabil kalmarssambandsins, svartadauða, einokunar, siðaskipta og fleira. Ef einhver á sænsk-íslenska orðabók sem hann má sjá af á haustmisseri, þá má sá hinn sami endilega skilja eftir nafn og símanúmer á kommentakerfinu. (hér er ég að höfða til huldufólksins sem les þetta blogg)

sænskar kveðjur
HH

ps. Bróðir minn sagði við mig í gær að ég væri sæt. Mér brá svo við að ég missti sjónina úr fókus og labbaði á hurð. Ég minnist þess ekki að hann hafi slegið mér gullhamra áður.

1 Ummæli:

Blogger Orri sagði...

Ég mæli með því að þú hlustir á Cardigans (sérstaklega Live og First band on moon). Cardigans er það lang besta sem kemur frá Svíþjóð og þótt víðar væri leitað.

5:13 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim