Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, ágúst 09, 2004

En orðstír deyr aldreigi þeim er góðan getur..........

Þessi færsla er tileinkuð öllum þeim sem lesa þetta blogg en eiga ekki að gera það. Þá er ég að meina fjölskylduna, ættingja, foreldra, sundþjálfara og fleira. Nýlega hef ég nefnilega komist að því mér til mikillar skelfingar að blogg mitt er mun víðlesnara en ég huggði. Ég hef nefnilega óljósan grun um að hinir og þessir útí bæ séu að skemmta sér yfir subbuskapnum á þessu bloggi. Mér er svo sem slétt sama, en þegar ég heyri að ættingjar austur á landi séu farnir að rýna í bloggið mitt fallast mér hendur. Þá fellur nefnilega síðasta vígi saklausu sundstúlkunar endanlega. Nú get ég sem sé ekki lengur brosað 24.karata kolgeit borsi og sagst vera á fullu í sundi og skóla ef einhver ættinginn spyr, vitandi af því að tjaldið hefur fallið og Hafdís stendur nakin fyrir framan ættmenni sín þökk sé bloggskrifum. Framvegis verður hver einarsta færsla ritskoðuð með ykkur í huga, kæra fjölskylda, þjálfarar og annað fólk yfir 25 ára aldri. Nema þá að ég taki uppá því að skrifa í véfréttastíl til að enginn fatti hvað ég er að meina.

ps. Mamma, þér er frjálst að láta ljós þitt skína á kommentakerfinu ÉG VEIT AÐ ÞÚ ERT AÐ HNÝSAST Í BLOGGIÐ MITT ÞEGAR ÞÚ HELDUR AÐ ENGINN SJÁI TIL.......

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim