Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

þriðjudagur, desember 18, 2007

Myrkravirki.

Nátthrafnin Hafdís hefur misst af dagsbirtu sl.tvo daga. Ég setti reminder á síman minn þannig að á morgun mun hann bíba á mig og minna mig á dagsbirtuna. Þá ætla ég að setja ipodin á mig og fara í labbitúr. Líklega mun ég fjárfesta í jólagjöfum í leiðinni. Ég hef svo sem ekki hugmynd um hvað ég gef hverjum í ár, læt það ráðast á staðnum eins og venjulega. Með einni undantekningu þó. Karl faðir minn fær bókina Stalíngrad eftir Antony Beevor. Hin síðari ár hefur lestraráhugi föður míns verið að færast frá ævisögum einhverra kalla sem afrekuðu eitthvað sem mér er slétt sama um (t.d að vera íslenskur og fljúga orrustuvél í seinna stríði) yfir í sögubækur. Núverandi uppáhalds sögubók pabba gamla er bókin Ragnarrök-10 afdrifaríkustu orrystur mannkynssögunar eftir hjónabandsráðgjafann og pöpulistann sr.Þórhall Eitthvaðsson (ég held Heimisson)
Pabbi kann bókina nánast utanað og orðrétt. Bókin snertir of margar taugar í mér. Til að byrja með er hún kristin söguskýring, ég fíla það ekki. Hún er líka orðaklám, örsmáum atviksorðum og lýsingarorðum er lætt inn í texan hér og þar sem hlaða textan hinu hvíta, kristna og karllæga gildismati höfundar. Sr.Þórhallur er líka sem kalla má á plebbískan hátt "lipur og aðgengilegur penni" og á það til að klykkja út með aukasetingum á borð við....."og þannig gátu hermenn súltansins hrakið krossfarana brott frá hinni helgu borg, hvað svo sem okkur finnst nú um það."
Þetta fíla ég ekki heldur.
Í þriðja lagi vílar sr.Þórhallur sér ekki að túlka söguna (með gríðarstóru essi) sem línulega frásögn í gegnum þessar tíu orrystur sem hann velur sér. "Og við erum svona í dag, vegna þess að þetta gerðist". Hjúkket. Og guð sá að það var gott!
Ég nenni ekki að útlista þetta frekar.
Svona söguspeki er náttúrulega óþolandi að hafa yfir sér. Ég nenni ekki að þurfa að svara séra Þórhalli í gegnum pabba stundinni lengur. Nú veðja ég á Beevor. Ég gaf pabba hint um að ég hyggðist velta sr.Þórhalli úr sessi og hann lofaði mér að hann skyldi lesa bókina frá upphafi til enda. Ég vona að Beevor standist kröfur mínar um að vera nógu einfaldur, pennalipur og spennandi til að halda pabba við efnið. Ég vona ennfremur að við lesturinn muni einhver tannhjól fara að snúast í kolli pabba. Ég geri ekki kröfu um að hann sjái í gegnum sr.Þórhall, en ég vona að hann sjái einhvern mun á þessum tveimur.

Ef allt gengur að óskum verður pabbi búin að missa áhugan á Ragnarrökum sr.Þórhalls milli jóla og nýjárs og þá get ég laumað bókinni á einhverja af þrettándabrennunum.

Ég er náttúrulega hræðilegt barn að launa áhuga föðurmíns á faginu mínu með hótunum um bókabrennur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim