Eins og kjuklingur a teini....

Hafdís grillast i ofni, við vægan hita

mánudagur, desember 03, 2007

Skeptíkus

Ég gruna alla sem bjóða mér í glas um græsku. Og ekki af ástæðulausu, því fríum drykk fylgir ætíð eitthvað agenda. Þetta er leiðinda tendens hjá mér og ég veit vel að það er óþarfi að setja upp snúð* í hvert skipti sem einhver slysast til að fara á barinn fyrir mig.
Í fyrradag fattaði ég afhverju. Pabbi, sem fynnst ofsa gaman að gefa mér í glas af og til, endar alla bjórana sem hann hellir fyir mig á heilræðavísum. Grípum inní samtal.

Faðir: Já, og Hafdís mín, það er sko vandlifað.....þú veist....alltaf eitthvað sem reynir að fanga hugan.....og svo er fólk svo gagnrýnislaust. ....en þú hefur nú alltaf hugsað rökrétt......æi, þú veist....hikk...
Dóttir Já?
Faðir: Það eru alltaf einhverjir sem vilja ráða því hvernig fólk hugsar...sjáðu bara alla þessa isma. þeir eru hættulegir og gera okkur ómensk. Þú hefur nú verið svolítið í....hikk....svona ismum. Þá sér í lagi einum.
Dóttir: Femínsima?
Faðir: (miður sín) já!

Síðan gerði ég nokkuð afar stórmennskulegt, sem ég held btw að hafi verið mikið þroskamerki. Ég stóð upp, kyssti pabba á skallann, bauð góða nótt og sagði honum að næst þegar hann biði í glas ætlaði ég að panta reykinga-ræðuna. Hugsjónir viku fyrir heimilisfriðnum. Enda er ég löngu búin að gefast upp á krossferðum sem byrja og enda við eldhúsborðið.


*Ég veit ekki hvort að það sé rétt að tala um að setja á sig snúð, en mér finnst ég hafa heyrt þetta áður. Fyrir þá sem skilja ekki, þá er þetta afbökun á orðatiltækinu ,,að vera snúðugur". Í versta falli þá hef ég hér með smíðað nýyrði.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

omg+lol... er það annars rétt munað hjá mér að þú skuldir mér bjór síðan um daginn? Þannig að ef þú skyldir hafa haldið að ég væri að bjóða þér, þá getum við allavega slegið því föstu að ég ætli mér ekki að afkristna þig eða grænmetisvæða eða égveitekkihvað!

7:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Alveg rétt! ég skulda þér jólabjór á næstabar. Listaverkasýningin þar afkristnar mann samstundis.
-hh

8:13 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim